Arfleifð og nýsköpun
í fimm kynslóðir

Saga Domaine Duroché hófst árið 1906 og hefur í fimm kynslóðir verið samofin sögu Gevrey-Chambertin. Í dag er það Pierre Duroché sem heldur um stjórnartaumana og var á sínum tíma rísandi stjarna en er núna bara stjarna í efsta laginu. Hér er það áherslan á hreinan ávöxt (purity of fruit) og arfleifð fjölskyldunnar sem skapar vín sem einkennast af einstakri nákvæmni, hreinleika og fágun. Vínin frá Duroché eru spegilmynd af sínum uppruna, þar sem hver flaska endurspeglar kraft og fágun svæðisins. Þeirra nálgun er einföld en krefjandi: að hlusta á vínekrurnar, vinna í takt við náttúruna og leyfa þrúgunum að tjá sig án óþarfa inngripa. Niðurstaðan eru vín sem eru lifandi, orkumikil og búa yfir steinefnaríkum eiginleikum. Þetta eru vín sem vekja tilfinningar og eru ætluð til að deila í hópi kröfuharðra.