Fara í efni
KAMPAVÍNSJÓL

KAMPAVÍNSJÓL

Í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið var kampavín.

VILMART & CIE

VILMART & CIE

Vilmart & Cie er franskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur framleitt sérstæð kampavín í fimm kynslóðir frá árinu 1890. Eitt af einkennum stórkostlegra vína er að þau flokkast sem matarvín, henta tilteknum mat, já og jafnvel stað og stund en ekki bara sem fordrykkjarvín.

Vínin frá Vilmart eru eindregið ætluð til þess að njóta með mat (þó eiginlega ekki með eftirréttum) þó svo að þau séu auðvitað ljúffeng líka ein og sér.

Hér eru þrúgurnar (Pinot Noir og Chardonnay) pressaðar upp á gamla mátann og allt vín þroskað á eikarámum og malo/lacti gerjun fyrirbyggð sem eykur á ferskleika.

SKOÐA
EGLY-OURIET

EGLY-OURIET

Francis Egly tilheyrir fyrstu kynslóð ræktunarhúsa. Hann er þekktur fyrir fullkomnunaráráttu frá vínrækt til víngerðar. Öll framleiðsla er lífræn, með náttúrulegu geri og án malo-lactic gerjunar, sem tryggir ferskleika. Tíminn er lykilatriði – víngerðin tekur að meðaltali 7 ár, og berin eru tínd seint fyrir þroskað bragð án sykrunar. Vínin, gerð úr yfir 70 ára gömlum vínvið, flest fá að sjá innan í eikartunnu.

SKOÐA
DRAPPIER

DRAPPIER

Fyrir þá sem vantar auka réttlætingu fyrir góðum vínsafa má benda á að Champagne Drappier er nú fyrsta kampavínshúsið sem vottað er kolefnishlutlaust. Nánast allt rafmagn kemur úr sólarrafhlöðum, bílar eru rafknúnir og hestar notaðir að verulegu leiti á ökrum. Við hjá Santé erum miklir aðdáendur efnafræðinnar - nema þegar kemur að víngerð.

SKOÐA
LAHERTE-FRÉRES

LAHERTE-FRÉRES

Með hæfilegri einföldun má skipta kampavíns framleiðendum í tvo hópa, ræktunarhús sem gera vín af eigin ekru(m) og svo samlagshúsin stóru sem frá fornu fari hafa í senn ræktað en að mestu leyti keypt þrúgur að frá bændum ekki ósvipað og háttar til með hjá íslenskum kolllegum þeirra. Eitt af megin markmiðum ræktunarhúsanna er að gera vín sem endurspegla jarðvegsaðstæður á hverjum stað á meðan að samlagshúsin keppast við að blanda víðs vegar að vín til að gera sinn hús stíl.

Fyrir þá sem vilja lifa á brúninni og prófa eitthvað alveg nýtt í kampavínum, mælum við með Petit Mesliner frá Laherte Freres sem er afar sjaldgæf þrúga en Aurelien telur að gæti átt upp á pallborðið ef áætlanir íslendinga um kælingu jarðar með notkun áfastra plasttappa, renna út í sandinn og jörðin heldur áfram að hlýna. Vínið er einstaklega ferskt og ljúffengt með snert af suðrænum ávöxtum í eftirbragði, jafnvel ananas og gæti því auðvitað parast vel með pizzum með því umdeilda áleggi.

Einnig mætti nefna nýtt vín frá Laherte sem er ósykrað, Brut Nature CRAIE, Chardonnay án súlfíts sem fær fulla malolactic gerjun og er því mýkra og kremaðra í samanburði við hitt samnefnda vínið sem við höfum verið með.

SKOÐA