Elías Blöndal Guðjónsson
14.09.2023
RÉTTU MEGIN Í SÖGUNNI?
Talsmenn Á.T.V.R. telja að úrval muni minnka og verð hækka ef einokunarverslun með áfengi verður aflögð auk þess sem þá muni jörðin verða flöt. Þessi furðulegi málatilbúnaður hefur verið afsannaður. Verð eru lægri á Sante.is auk þess sem boðnar eru bjórtegundir sem ekki hafa fengið náð fyrir augum framlegðarreglna stofnunarinnar.
Áfengi vigtar u.þ.b. 1% í vísitölu neysluverðs. Verð á víni og bjór er u.þ.b. 20% hærra en það þarf að vera vegna einokunar tilburða hins opinbera. Með því að leyfa einkareknum fyrirtækjum að selja neytendum vín og bjór má því spara neytendum mikla peninga. Það að gefa áfengisverslun frjálsa gæti verið stærsta einstaka aðgerðin í baráttu gegn verðbólgu í hagsögu þjóðarinnar. Hvoru megin ætlar þú að vera í sögunni?