Fara í efni

Elías Blöndal Guðjónsson

18.10.2023

STYRJUKAVÍAR OG ANDALIFUR

PASSAR ÞETTA SAMAN?

Hvað gerist þegar þú blandar þessum tveimur eðal hráefnum saman? Það má segja að það sé eins og ef Fílharmóníusveit Berlínarborgar væri stjórnað af Arturo Toscanini.

Tæknin við að búa til andalifur, sem e.t.v. er ekki fyrir viðkvæmar sálir, á rætur sínar að rekja til Egyptalands fyrir 4.500 árum. Andalifur er sérlega holl, stútfull af A og B12 vítamínum og járni.

Styrjukavíar var í öndverðu einungis fyrir aðalborið fólk og aristókrata í Persíu. Styrjukavíar er einhver næringarríkasta fæða sem hægt er að fá hér á jarðríki og er jafnvel talin efla ónæmiskerfið.

Caviar-and-Foie-Gras-A-perfect-match_COVER.jpg__PID:8318e18a-0709-4017-b847-c48391e3fd47

FEGURÐIN Í EINFALDLEIKANUM

Það þarf ekki alltaf að sækja vatnið yfir lækinn. Setjið andalifrarpaté á ristað brauð á disk og toppið með slettu af styrjuhrognum. Til skrauts má setja sultu eða ber.

trufa-800x454.png__PID:d7a5fce0-1e5b-42d6-9dca-6f6d33ac3d9b

PASTA MEÐ ANDALIFUR OG STYRJUHROGNUM

Pasta Foie Gras er tilvalinn aðventuréttur og er bestur með slettu af styrjuhrognum. Hér er einfaldleikinn einnig í fyrirrúmi. Þessi uppskrift er fyrir u.þ.b. tvær manneskjur.

100 grömm andalifur
1/2 bolli rauðvín
1/2 teskeið ósaltað smjör
2 matskeiðar smátt sneiddur skallotlaukkur
100 grömm pappardelle pasta
1/2 bolli kjúklingasoð

Takið 25 grömm af andalifrinni og skerið í tvennt. Restina af lifrinni skal skera smátt niður og blanda rólega með víninu í skál þangað til úr verður mjúkur massi.

Þá skulu fyrrgreind 25 grömm af andalifur hituð á pönnu og skallotlaukurinn steiktur þar þangað til hann verður fallega ljósbrúnn. Bætið við kjúklingasoði og sjóðið niður um helming. Takið pönnuna svo af hellunni og blandið lifrarvínblöndunni við. Hafið á lágum hita í nokkrar mínútur. Salt og pipar eftir smekk. Takið af hellunni og haldið heitu.

Sjóðið þá pappardell-ið al dente og setjið í pönnuna og blandið saman. Setjið skammt á disk og berið fram með slettu af styrjuhrognum á toppnum og eftirlátið gestunum að blanda saman við pastað. Hér má jafnvel sneiða ferska trufflu ofan á líkt og sést á myndinni.

AF SEÐLINUM

MATUR

VÍNVIÐURINN

BJÓRVAKTIN