Fara í efni

Elías Blöndal Guðjónsson

6.11.2023

La Paulée de Reykjavík

Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI

Santé tók í síðustu viku á móti hópi víngerðarmanna frá Búrgúndí. Haldinn var með Bourgogne-hefð fyrsti Paulée kvöldverðurinn á Íslandi. Viðburðurinn er innblásinn af La Paulée de Meursault, uppskeruhátíðar vínframleiðenda í Búrgúndí. Þar leggja allir gestir til flösku til að deila - helst a.m.k. í Jeroboam stærð. Því var ekki til að dreifa í þetta skiptið heldur lögðu víngerðarmennirnir til vín úr sinni framleiðslu. La Paulée de Meursault er stærsta ,,komdu-með-þitt-eigið-vín" hátíð í heimi.

Kvöldverðurinn var samvinnuverkefni Santé, Vins Divins, Maison du Colombier í Beaune, Brasserie Eiriksson og fimm vínframleiðenda frá Búrgúndí. Sannkölluð menningarbrú milli tveggja ólíkra heima.

Gestir voru 100 talsins og höfðu margir þeirra á orði að halda þyrfti viðburð af þessu tagi a.m.k. einu sinni í mánuði!

Þetta er líklega merkasti viðburður sem haldinn hefur verið hér á landi síðan Kristján X. Danakonungur kom á Alþingishátíðina árið 1930. 

Photo 1.11.2023, 21 37 57.jpg__PID:ab41cd9d-78cd-4086-bc8c-6c8fef989f11
Photo 1.11.2023, 20 23 55.jpg__PID:6912540a-7668-42a0-bd2b-32826af9e3a4
Photo 1.11.2023, 21 54 22.jpg__PID:f685b684-e236-41fb-9b18-c1b2eb090aa9

MAISON DU COLOMBIER

Roland Chanliaud er með meira en tveggja áratuga reynslu af því að vinna á tveggja og þriggja stjörnu Michelin stöðum en hann gafst upp á því líferni fyrir nokkru og opnaði Maison du Colombier.

Veitingastaðurinn hans er fastur viðkomustaður á ferðum Santé um Búrgúndí. Vínlistinn státar af um 4.000 vínum.

Photo 1.11.2023, 20 09 36.jpg__PID:51c1df4b-c305-429c-b02f-a2067a3b6243
dijonvisit2019127.jpg__PID:afd60ee9-7161-4729-8d67-85267faf5d73

BÚRGÚNDÍBÆNDUR

Víngerðarfólk frá Thierry Laffay, Edouard Confuron, Yvon Clerget, Fontaine Gagnard og Humbert Fréres lögðu leið sína til Íslands til þess að vera með í samkvæminu. Vín frá þeim voru á boðstólnum sem góður rómur var gerður af.

.

Screenshot 2023-11-09 at 12.16.31.png__PID:7d78271f-2e8a-4183-a04b-885e296c1c41

AF SEÐLINUM

MATUR

VÍNVIÐURINN

BJÓRVAKTIN