Elías Blöndal Guðjónsson
6.11.2023
La Paulée de Reykjavík
Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI
Santé tók í síðustu viku á móti hópi víngerðarmanna frá Búrgúndí. Haldinn var með Bourgogne-hefð fyrsti Paulée kvöldverðurinn á Íslandi. Viðburðurinn er innblásinn af La Paulée de Meursault, uppskeruhátíðar vínframleiðenda í Búrgúndí. Þar leggja allir gestir til flösku til að deila - helst a.m.k. í Jeroboam stærð. Því var ekki til að dreifa í þetta skiptið heldur lögðu víngerðarmennirnir til vín úr sinni framleiðslu. La Paulée de Meursault er stærsta ,,komdu-með-þitt-eigið-vín" hátíð í heimi.
Kvöldverðurinn var samvinnuverkefni Santé, Vins Divins, Maison du Colombier í Beaune, Brasserie Eiriksson og fimm vínframleiðenda frá Búrgúndí. Sannkölluð menningarbrú milli tveggja ólíkra heima.
Gestir voru 100 talsins og höfðu margir þeirra á orði að halda þyrfti viðburð af þessu tagi a.m.k. einu sinni í mánuði!
Þetta er líklega merkasti viðburður sem haldinn hefur verið hér á landi síðan Kristján X. Danakonungur kom á Alþingishátíðina árið 1930.
MAISON DU COLOMBIER
Roland Chanliaud er með meira en tveggja áratuga reynslu af því að vinna á tveggja og þriggja stjörnu Michelin stöðum en hann gafst upp á því líferni fyrir nokkru og opnaði Maison du Colombier.
Veitingastaðurinn hans er fastur viðkomustaður á ferðum Santé um Búrgúndí. Vínlistinn státar af um 4.000 vínum.
BÚRGÚNDÍBÆNDUR
Víngerðarfólk frá Thierry Laffay, Edouard Confuron, Yvon Clerget, Fontaine Gagnard og Humbert Fréres lögðu leið sína til Íslands til þess að vera með í samkvæminu. Vín frá þeim voru á boðstólnum sem góður rómur var gerður af.
.