Fara í efni
Bruna Grimaldi

Bruna Grimaldi

Bruno Grimaldi er vínframleiðandi í Langhe svæðinu í Piemonte héraði á Ítalíu. Vínekrurnar eru brattar sem krefjast þess að notaðar séu dráttarvélar á beltum.

Hér er lögð áhersla á sjálfbæra ræktun auk þess sem vínin eru ekki síuð sem endurspeglast í senn í ljúffengleika og blæbrigðum sem marka vínunum sérstöðu.

Vínin frá Bruna Grimaldi fanga kjarna Langhe svæðisins í Piemonte.

Trúin á jarðveginn

Trúin á jarðveginn

Grimaldi fjölskyldan hefur óbilandi trú á hinni bláleitu möl sem einkennir margar ekrur sem hentar vel til ræktunar á Nebbiolo.

Vínframleiðslan er á 15 hekturum, bæði litlum og stórum ekrum. Þau telja dreifingu vínekranna vera sérstakan styrkleika þar sem hver og ein þeirra hefur mismunandi eiginleika þar sem loftslag, jarðvegur og sólargangur gefa vínunum sérstöðu.