Ekki er ráð nema í tíma sé tekið
Á þessum tíma árs hugum við hjá Sante að forvörnum og minnum þá sem viðhafa fyrirhyggjuleysi á að nú er rétti tíminn til að huga að safaríkum innkaupum.
Verslunin er vel birg af ýmsu sem fólk þarfnast til jólanna, s.s kampavíni, hvítvíni, öli og ennfremur fyrir matargerð, hrogn úr styrjum.
Jólavínið, á meðan það er til, er hvergi heilnæmara, það hefur reynslan sannað.
Sparið ykkur ómak í aðrar búðir og kaupið í frjálsri verslun.
Síðan er uppfærð reglulega með nýjum vörum, pökkum og jólagjafahugmyndum.
Ókeypis heimsending er í boði fyrir höfuðborgarsvæðið, Akranes, Eyrarbakka, Hveragerði, Selfoss, Stokkseyri, Reykjanesbæ og Þorlákshöfn!
Ókeypis Dropp á afhendingarstaði er í boði um allt land!
Síðustu forvöð að panta til að fá sent með Dropp
Höfuðborgarsvæðið og SV-hornið
Pantanir þurfa að berast fyrir kl. 10:00 árdegis 23. desember (Höfuðborgarsvæðið, Reykjanesbær, Selfoss, Hveragerði, Eyrarbakki, Stokkseyri og Þorlákshöfn)
Aðrir staðir
Pantanir þurfa að berast fyrir kl. 10:00 árdegis 21. desember.