2020 Pesquera MXI
Nýtt vín frá hinum nýlátna framsækna en íhaldssama Alejandro Fernandez. Frænkurnar, barnabörn hans, gera þetta vín úr þrúgum af beztu skikum (númer 10 og 11 = MXI) bezta víngarðs á Pesquera-fjalli (eitthvað Biblíulegt við þetta?).
Dökkrauðfjólublátt sem er einkenni Ribera del Duero. Konfektkassi í lykt, sæt kirsuber, dökkt súkkulaði, karamellubrjóstsykurinn dæmigerði, smávegis sviðið greni {einkenni Pesquera} og vottur af kryddi, tarragon? Feit og þykk en fersk byrjun, munnfylli af mjúkum tannínum, kirsuber, smá appelsína og þroskuð bláber. Vanir menn gizkuðu á Kaliforníu í blindu smakki.
Vörutegund | Rauðvín | ||
---|---|---|---|
Árgangur | 2020 | Styrkleiki | 14.5% |
Stærð | 75 cl | ||
Land | Spánn | Hérað | Ribera del Duero |
Þrúga | Tempranillo | ||
Þorp | Pesquera |
Afhending
Heimsending með Dropp og afhending á Dropp staði um allt land er ókeypis.
Við bjóðum upp á ýmsa afhendingarmöguleika. Hægt er að sækja vörur í vöruhúsið okkar á Grandanum, fá þær sendar heim að dyrum eða velja að sækja þær á ýmsa afhendingarstaði víðs vegar um landið.
Smelltu hér til að sjá nánari afhendingarmáta
Opnunartími vöruhúss
Vöruhúsið okkar að Eyjarslóð 9, 101 Reykjavík er opið sem hér segir:
Mánudaga-föstudaga 10:00-18:00.
Laugardaga 12:00-14:00.