Myndlist á heimilum
Bókin „Myndlist á heimilum“ sýnir yfir 450 myndlistarverk á 21 heimili á Íslandi. Bókin sem er í stóru broti inniheldur ljósmyndir af listaverkum sem hafa endað á heimilum safnara, listamanna og áhugafólks um myndlist. Hún er hluti af seríu fyrri bóka sem Gunnar Sverrisson og Halla Bára Gestsdóttir hafa gefið út og byggja á hugmyndinni um heimilið og þeirri persónulegu sköpun sem þar fer fram þegar fólk setur saman umhverfi sitt.
Í þessari bók er sjónum beint að heimilinu og myndlistinni og hversu sterk áhrif hún hefur í því að segja sögu fólksins sem þar býr. Í starfi Olgu Lilju Ólafsdóttur og Sigurðar Atla Sigurðssonar hjá Y gallery, hafa þau orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast mörgu af þessu fólki og tengja það við myndlistarmenn, en þannig uppgötvuðu þau mörg þeirra einkasafna sem birtast í bókinni.
Bókin kemur í fallegri gjafaöskju.
Vörutegund | Bækur og tímarit |
---|---|
Afhending
Heimsending með Dropp og afhending á Dropp staði um allt land er ókeypis.
Við bjóðum upp á ýmsa afhendingarmöguleika. Hægt er að sækja vörur í vöruhúsið okkar á Grandanum, fá þær sendar heim að dyrum eða velja að sækja þær á ýmsa afhendingarstaði víðs vegar um landið.
Smelltu hér til að sjá nánari afhendingarmáta
Opnunartími vöruhúss
Vöruhúsið okkar að Eyjarslóð 9, 101 Reykjavík er opið sem hér segir:
Mánudaga-föstudaga 10:00-18:00.
Laugardaga 12:00-14:00.