Fara í efni
VINDILL Á VELLINUM - Sante.is

VINDILL Á VELLINUM

Sýna ber tillitssemi við vindlareykingar á golfvöllum. Við höfum tekið saman nokkur góð ráð.

1. Ekki blása reyk á meðspilara

Mikilvægt er að hafa í huga hver vindáttin er og standa ekki þannig að t.d. reykur berist að meðspilara þegar hann leikur. 

2. Gæta skal að því hvar vindill er lagður

Þegar sá sem reykir vindilinn leikur bolta sínum er mikilvægt að gæta að því hvar vindillinn er hafður á meðan. Það má aldrei leggja kveiktan vindil á púttflöt heldur skal leitast við að nota sérstakan golfvindlahaldara. Best er þó auðvitað að hafa vindilinn í munnvikinu á meðan leikið er.

3. Hafðu nóg af vindlum meðferðis

Sýndu tillitssemi með því að hafa nóg af vindlum fyrir allt hollið.

4. Vertu með góðan kveikjara

Oftar en ekki er vindur á íslenskum golfvöllum og þess vegna er ráðlegt að hafa með kveikjara sem þolir slíkar aðstæður. Gömlu sígarettukveikjararnir eða eldspýtur duga skammt.

5. Stærri vindlar eru betri

Á golfvellinum þá skiptir stærðin máli. Við viljum ekki stress í tengslum við vindlareykingarnar. Stærri vindill lengir reyktímann og því verður ekkert óþarfa óðagot.

6. Einbeittu þér að golfinu, ekki vindlinum

Það kann góðri lukku að stýra að einbeita sér að golfinu og setja vindilinn í 2. sæti. Vindilinn á að vera viðbót við góðan dag á vellinum.