Elías Blöndal Guðjónsson
10.09.2023
ALOIS LAGEDER
LÍFRÆNT OG LÍFEFLT
Fjölskyldufyrirtækið Alois Lageder stundar ræktun á vínvið beinlínis við fætur alpanna í Alto Adige í Norður Ítalíu. Um áratugaskeið hefur það verið bjargföst trú hér að lífríkið þurfi að hafa sinn gang án inngripa.
Hér er öll ræktun semsagt lífræn og lífefld að auki.
Í þessari hæð er nokkuð svalara en víða annars staðar á Ítalíu sem tryggir í senn ferskleika og hóflegt áfengismagn. Sauvignon Blanc hefur verið að sækja í sig veðrið hér samfara hlýnun í seinni tíð þar sem jarðvegurinn er nokkuð ríkur af kísil en næturnar nógu svalar til að viðhalda ferksleika.