ÖLGERÐ FYRIR HERINN

Árið 1913 hóf Tómas Tómasson rekstur Ölgerðar Egils Skallagrímssonar í tveimur kjallaraherbergjum í Þórshamri við Templarasund.

Bretar hernámu Ísland 1940 og kvörtuðu þeir snemma yfir bjórleysinu og að íslenska brennivínið færi illa í hermennina. Stjórnvöld brugðust skjótt við og samþykkt voru lög sem heimiluðu ölgerð fyrir herinn. Ölgerð Egils Skallagrímssonar hóf framleiðslu á bjór sem hlaut fljótlega nafnið Polar Ale og síðar Polar Beer.

Sala á áfengum bjór til einstaklinga var ekki heimiluð fyrr en 1989 sem kunnugt er. Þá eftir 74 ára bann. Mikið var um dýrðir á Bjórdaginn, 1. mars. Ölgerðin kynnti til sögunnar lagerbjórinn Egils Gull, sem seldur var í verslunum ÁTVR.

Fyrirtækið hefur stækkað umtalsvert frá upphaflegum kjallaraherbergjum við Templarasund. Ölgerðin er í dag stærsta drykkjarvörufyrirtæki landsins með 37% af seldum lítrum í ÁTVR. Gull Lite er svo lang söluhæsti bjór landsins í lítrum talið eða með tæplega 14% hlutdeild. Ölgerðin framleiðir 5 af 10 söluhæstu bjórum landsins.