Ordering without an Icelandic e-ID

If you do not have an Icelandic electronic ID, you can place your order by sending us an email at sante@sante.is.

We will prepare the order for you, send a secure payment link, and confirm the delivery address together with you.

MOSI / ELDFELL
CHARDONNAY

Veðrað í Chardonnay tunnum á toppi Eldfells. Steinefnakennt og blómlegt bragð frá Búrgúndi í bland við harðneskju íslenskrar eldfjallanáttúru. Silkimjúkt en margslungið.

Kr. 14.900

MOSI / ELDFELL
ISLAY BARREL

Veðrað á Eldfelli í Islay viskítunnum. Torf og salt frá tunnunum sameinast söltum sjónum. Kraftmikið og langt.

Kr. 14.900

GIN MÓTAÐ AF NÁTTÚRUÖFLUM

Handgert gin, útsett fyrir öflum íslenskrar náttúru. Þetta gin er ekki búið til á rannsóknastofu heldur hráum öfgum Íslands, annars vegar inni í jökli og hins vegar á tindi eldfjalls. Tvær andstæður en einn andi - vínandi.

Ginið er geymt í sérvöldum tunnum á tveimur stöðum; inni í Langjökli og uppi á Eldfelli í Vestmannaeyjum.

Á hvorum stað fyrir sig eru tunnur af ýmsu tagi - Islay viskí-, Chardonnay-, Vermouth-, Mezcal- og Sauternes-tunnum. Meðan ginið þroskast í tunnunum sameinast það og samþættir eiginleika tunnunnar. Þetta er árgangsgin og engar tvær lotur eru eins.

Fyrst á markað koma Chardonnay og Islay viskí útgáfurnar. Ginið er eingöngu til sölu hjá Santé! Upplag er takmarkað.

Ginið snýst ekki bara um tunnurnar, hitastig eða tíma. Þetta snýst um að láta náttúruna skrifa hluta af uppskriftinni, vindinn, saltið og djúpa þögnina í jöklinum.

  • MOSI / ELDFELL

    Eldfell varð til í gosi sem lagði nýjan grunn að Vestmannaeyjum árið 1973. Jarðvegurinn er enn volgur, hlíðarnar skjálfa í hávaðaroki og andrúmsloftið ilmar af söltum sjónum.

    Eldfjallið er útsett fyrir vályndum veðrum Norður-Atlantshafsins. Hitastigið sveiflast og loftþrýstingurinn líka. Breytingar á loftþrýstingi ýta gininu inn í viðinn í tunnunni og dregur það svo út aftur, aftur og aftur.

    Hér er helmingur tunnanna geymdur.

  • MOSI / LANGJÖKULL

    Langt undir yfirborði næststærsta jökuls Íslands er eins og tíminn standi í stað.

    Inni í manngerðum íshellinum hvíla tunnur af Mosa gini í ærandi þögn. Enginn vindur og ekkert ljós. Bara blákaldur veruleiki, hreint loft og stöðugur þrýstingur. Þetta er ekki þroski í hefðbundnum skilningi heldur frekar hæg umbreyting.

    Hér er helmingur tunnanna geymdur. Ginið kemur í sölu síðar.

NaN af -Infinity