Margur er smár þó hann sé knár

Í litla þorpinu Mardeuil í Champagne, uppgötvuðum við nýlega kampavínshúsið Gamet sem ræður yfir verðmætum ekrum beggja vegna árinnar Marne sem skýrir nafn tveggja vína sem nefnd eru eftir vinstri og hægri bakka árinnar. Þó húsið sé smátt, eru vínin mikil og hafa fengið verðskuldaða dóma hjá fjölda sérfræðirita.