Angelachu

Josefa Angela García Garay, kölluð Angelachu, starfaði sem ung stúlka við fiskverkun í Santoña. Í lok 1930 gerðust hún og maður hennar, José, fiskkaupmenn í Santander.

Árið 1950 hóf fjölskyldan svo framleiðslu og sölu á eigin fiskmeti og sinntu því allt til ársins 1970. Angelachu hélt eftir það áfram að gera sínar eigin ansjósur, sem urðu afar vinsælar. Barnabörnin, sérstaklega Silvia sem nú veitir Conservas Angelachu forstöðu, lærðu handverkið af ömmu sinni.

Conservas Angelachu hóf starfsemi árið 1999 og framleiðir nú um fjörutíu mismunandi vörur sem seldar eru víða um heim. 

Við erum sérstaklega hrifin af Bouqerones sem er sannkallað spænskt lostæti. Um er að ræða ansjósur sem hafa verið marineraðar í ediki í nokkra klukkutíma áður en þeim er pakkað í dósir með olíu og salti. Bouqerones er vinsælt sem tapas eða lystauki með bjór eða hvítvíni.