Vinstri og/eða hægri


Eftir Elías Blöndal Guðjónsson

Vinstri og/eða hægri - Sante.is

Í litla þorpinu Mardeuil í Champagne, uppgötvuðum við nýlega kampavínshúsið Gamet sem ræður yfir verðmætum ekrum beggja vegna árinnar Marne sem skýrir nafn tveggja vína sem nefnd eru eftir vinstri og hægri bakka árinnar. Þó húsið sé smátt, eru vínin mikil og hafa fengið verðskuldaða dóma hjá fjölda sérfræðirita.

Eftir fyrri heimsstyrjöldina stóðu tvær fjölskyldur á gagnstæðum bökkum Marne árinnar. Fabienne Heucq ræktaði vínvið á hægri bakkanum í Fleury-la-Rivière, Philippe Gamet á vinstri bakkanum í Mardeuil. Þegar Fabienne og Philippe hittust varð til bæði rómantískt og vínræktarlegt samband. Nú hefur fjórða kynslóðin tekið við taumunum.

Hér eru það gæði en ekki magn sem ráða för og vínekrurnar fá að tala sínu máli. Á hægri bakkanum, í Damery og Fleury la Rivière, er jarðvegurinn kaldur, rakur og leirkenndur. Vínviðurinn snýr að mestu til suðurs og austurs. Á vinstri bakkanum, í Mardeuil, hitnar jarðvegurinn hraðar; hann er blanda af kalki og leir. Vínviðurinn snýr til norðurs og vesturs.

Vínin sem við fengum í fyrstu sendingu eru sex talsins og að auki eitt þeirra í tveimur yfirstærðum (Magnum og Jeroboam)

Gamet Rive Gauche (Vinstri bakki)

  • Staðsetning: Mardeuil, vinstri bakki Marne
  • 55% Meunier, 30% Pinot Noir og 15% Chardonnay
  • Dosage: 5g/L
  • Framleiðsla um 12.000 75 cl flöskur, 1.200 Magnum og 90 Jeroboam.

Gamet Rive Droite Blanc de Noirs (Hægri bakki)

  • Staðsetning: Damery og Fleury-la-Rivière, hægri bakki Marne
  • 85% Meunier, 15% Pinot Noir
  • Dosage: 4g/L
  • Framleiðsla um 45.000 flöskur

Gamet Rosé

  • Staðsetning: Blanda af báðum bökkum
  • 85% Meunier, 15% Pinot Noir. Blandað með 8% Pinot Noir rauðvíni frá Carrés du Midi í Mardeuil.
  • Dosage: 4g/L
  • Framleiðsla um 6.000 flöskur.

Gamet Blanc de Blancs 2018

  • Staðsetning: Þrjár lóðir í Premier Cru Cumières
  • 100% Chardonnay
  • Dosage: Brut Nature (engin sykurviðbót)
  • Framleiðsla um 2.500 flöskur

Gamet Bas-Bauchets 2019

  • Staðsetning: Einnar ekru vín af Carrés du Midi af vinstri bakkanum
  • 100% Pinot Meunier af gömlum vínvið
  • Dosage: Brut Nature (engin sykurviðbót)
  • Framleiðsla um 1.600 flöskur

Gamet La Vallée Suspendue (Reserve Perpetuelle)

  • Staðsetning: Blanda af báðum bökkum
  • 80% Meunier, 15% Pinot Noir, 5% ChardonnayGrunnvín er frá 2016 og svo u.þ.b. 50% varabirgðir aftur til 1999
  • Dosage: 6g/L
  • Framleiðsla um 6.200 flöskur


Í þessari grein

  • Gamet Rive Gauche 1.5L - Magnum - Sante.is
    Uppselt
    Birgi:
    Champagne Gamet

    Gamet Rive Gauche

    Venjulegt verð 5.900 ISK
    Útsöluverð 5.900 ISK Venjulegt verð
  • Gamet Rive Gauche 1.5L - Magnum - Sante.is
    Uppselt
    Birgi:
    Champagne Gamet

    Gamet Rive Gauche 1.5L - Magnum

    Venjulegt verð 12.500 ISK
    Útsöluverð 12.500 ISK Venjulegt verð
  • Gamet Rive Gauche 1.5L - Magnum - Sante.is
    Birgi:
    Champagne Gamet

    Gamet Rive Gauche 3L - Jeroboam

    Venjulegt verð 32.100 ISK
    Útsöluverð 32.100 ISK Venjulegt verð
  • Gamet Rive Droite Blanc de Noirs - Sante.is
    Birgi:
    Champagne Gamet

    Gamet Rive Droite Blanc de Noirs

    Venjulegt verð 5.600 ISK
    Útsöluverð 5.600 ISK Venjulegt verð
  • Gamet Rosé - Sante.is
    Birgi:
    Champagne Gamet

    Gamet Rosé

    Venjulegt verð 5.800 ISK
    Útsöluverð 5.800 ISK Venjulegt verð
  • Gamet Blanc de Blancs 2018 - Sante.is
    Uppselt
    Birgi:
    Champagne Gamet

    Gamet Blanc de Blancs 2018

    Venjulegt verð 7.700 ISK
    Útsöluverð 7.700 ISK Venjulegt verð
  • Gamet Bas - Bauchets 2019 - Sante.is
    Uppselt
    Birgi:
    Champagne Gamet

    Gamet Bas-Bauchets 2019

    Venjulegt verð 7.700 ISK
    Útsöluverð 7.700 ISK Venjulegt verð
  • Gamet La Vallée Suspendue - Sante.is Gamet La Vallée Suspendue - Sante.is
    Birgi:
    Champagne Gamet

    Gamet La Vallée Suspendue

    Venjulegt verð 7.700 ISK
    Útsöluverð 7.700 ISK Venjulegt verð