Santewines SAS er frumkvöðull í verslun með vín á íslandi

santé logo

Santewines SAS

Þessi netverslun er rekin af einkahlutafélaginu Santewines SAS í Frakklandi. Lögheimili Santewines SAS er í Frakklandi. Santewines SAS er skráð í fyrirtækjaskrá á Íslandi og hefur virðisaukaskattsnúmer.

Öll vín eru eingöngu seld á netinu, beint af eigin lager fyrirtækisins á Íslandi.

Vínin eru seld með lágmarks tilkostnaði og lágri álagningu. Við erum lítið fyrirtæki með mikla ástríðu fyrir vínum með sérstöðu sem bera uppruna sínum merki. Það sem hér er átt við má einnig lýsa sem andstæðu við einsleit vín sem framleidd eru í miklu magni. Við viljum helst að vínin séu gerð unir formerkjum lífrænnar ræktunar og án allra kemískra bragðefna. Þannig fá blæbrigði sem oft eru einkennandi fyrir hvert svæði eða jafnvel hverja ekru að njóta sín. Sá bjór sem við seljum er að jafnaði um 20% ódýrari en hjá ríkiseinkunarversluninni.

Santewines SAS,
9 Boulevard Clemenceau,
21200 Beaune,
Frakklandi,
ísl. kt. 520421-9550
ísl. vsk. númer 140848 (skráð 15. apríl 2021)
S. 832-0550.

Afhending

Allar vörur sem Santewines SAS býður til sölu í vefverslun sinni eru á lager á Íslandi og tilbúnar til afgreiðslu samdægurs eða í síðasta lagi næsta virka dag. Nánari upplýsingar um afhendingarleiðir má finna með því að smella hér.

Greiðsla og endurgreiðsla

Santewines SAS tekur við greiðslu með kreditkortum, Netgíró, Bitcoin, Ethereum og Litecoin.
Í ljósi eðlis þeirrar vöru sem Santewines SAS selur er ekki hægt að skila vörum gegn endurgreiðslu, hvorki pöntunum í heild né hluta.

Opnunartími vöruhúss að Eyjarslóð 9.

Mánudaga-föstudaga 10:00-18:00.
Laugardaga 12:00-14:00.

Sendu okkur fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar þá er þér velkomið að senda okkur fyrirspurn.






    Velkomin á Sante.is. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá hér.