Larmandier Bernier

Larmandier Bernier

Öll kampavín frá Larmandier Bernier eru unnin úr Chardonnay þrúgum ef frá er talið rósakampavínið sem er úr Pinot Noir. Öll ræktun hefur verið hér lífræn og lífelfd um langt skeið. Ef vínekrur þessa húss eru skoðaðar mætti halda að þar væri allt í órækt, sem reyndar má að einhverju leiti til sanns vegar færa því hér kemur illgresiseyðir aldrei við sögu, einungis plógur til að opna jarðveginn einu sinni á ári. Þannig er vínviðurinn neyddur til að keppa um vatn og næringu við annan gróður með því að róta sig dýpra ofan í þéttari jarðlög sem skilar svo fjölbreyttari steinefnum í berin sem aftur gerir margþættari vín sem endurspegla þann jarðveg sem plantan er ræktuð úr. Í sama tilgangi eru svo ekrurar aldrei vökvaðar með vatni eða áburði enda myndi vínviðurinn þá frekar skjóta rótum í yfirborðinu.

Larmandier Bernier Champagne

Velkomin á Sante.is. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá hér.