Fara í efni

2019 Domaine Loïs Dufouleur Beaune 1er Cru Clos Des Perrieres

Uppselt
Upprunalegt verð 8.300 kr. - Upprunalegt verð 8.300 kr.
Upprunalegt verð
8.300 kr.
8.300 kr. - 8.300 kr.
Núverandi verð 8.300 kr.

Á ferðum okkar í Burgundy er oftast gist miðsvæðis, nánar tiltekið í bænum Beaune sem telur 20.000 íbúa eða á stærð við Akureyri. Þess má þó geta að öfugt við Akureyri búa íbúar Beaune við einfalt viðskiptafrelsi með vín og aðrar landbúnaðarafurðir. Við val á gistingu reynum við að sníða hjá karakterlausum keðjuhótelum en kjósum frekar fjölskyldurekin gistihús, hvar alltaf er einhver tenging við víngerð og/eða rekstur áningastaða. Beaune er miðpunktur vínræktuninnar þar sem norður og suður hluti mætist á svæði sem gengur undir nafninu Cote d’Or.

Þegar okkur bar að garði á köldum febrúarmorgni að Jardin des Lois eru Anne-Marie og Philippe Dufouleur ekki á staðnum en utan við hurðina er skál heimiliskattarins og ábending til greinarhöfundar með símanúmeri. Við áttum okkur fljótlega á að í kjallara hússins er víngerð og líður því ekki á löngu áður en fyrsta vínsmökkun ferðarinnar hefst á sunnudegi. Í ljós kemur að hjónin eiga fyrirtaksekrur við Beaune með gömlum vínvið sem gefur af sér vín sem í senn eru ljúffeng auk þess að bera með sér einkenni um uppruna sinn, þ.e. vín með ,,karakter”. Þess má geta að Beaune gefur oftast af sér vín sem eru fínleg og fáguð. Húsfreyjan Anne Marie sem vel gæti unnið titilinn ,,elskulegasti hótelhaldari Frakklands” fer vandlega yfir óskir gesta fyrir morgunverðarborð sem borið er fram í hlýlegri heimastofu á annarri hæð.

Miðalda vínkjallari Jardin de Lois er dæmigerður fyrir slíkar geymslur, allt eins og á að vera með öllum þeim verum og örverum sem til heyra, kóngulóarvefjum, myglu, kulda og raka sem allt gegnir sínu hlutverki.

Vínin frá Beaune þykja yfirleitt fínleg og þetta 1er Cru vín af ekrunni Clos des Perrieres en engin undantekning þar á. 2019 þótti snemmtækur árgangur almennt séð og óhætt er að mæla með að þessa víns verið notið við fyrsta tækifæri þótt eflaust eigi það eftir að verða enn betra.

Vörutegund Rauðvín
Árgangur 2019 Styrkleiki 14.0%
Flokkur 1er Cru Stærð 75 cl
Land Frakkland Hérað Burgundy
Ekra Clos Des Perrieres Þrúga Pinot Noir
Þorp Beaune
Afhending

Heimsending með Dropp og afhending á Dropp staði um allt land er ókeypis.

Við bjóðum upp á ýmsa afhendingarmöguleika. Hægt er að sækja vörur í vöruhúsið okkar á Grandanum, fá þær sendar heim að dyrum eða velja að sækja þær á ýmsa afhendingarstaði víðs vegar um landið.

Smelltu hér til að sjá nánari afhendingarmáta

Opnunartími vöruhúss

Vöruhúsið okkar að Eyjarslóð 9, 101 Reykjavík er opið sem hér segir:

Mánudaga-föstudaga 10:00-18:00.
Laugardaga 12:00-14:00.