Þyngd | 0.01 kg |
---|---|
Vindlar - Framleiðandi | J.C. Newman Cigar Company |
Vindlar - Framleiðsluland | Nikaragúa |
6.000 kr. VSK
J.C. Newman bjó upphaflega til Brick House til þess að heiðra fjölskylduna sína. Vörumerkið er búið til að fyrirmynd steinhlaðins æskuheimilis hans í Ungverjalandi. Það var gestkvæmt í húsinu, þangað komu fjölskyldumeðlimir og aðrir bæjarbúar til þess að borða, drekka, reykja vindla og njóta félagskaparins. Svo var hætt að framleiða vindla undir Brick House vörumerkinu í kreppunni miklu. 80 árum síðar settu barnabörn J.C., Eric og Bobby Newman, Brick House aftur í framleiðslu. Þeir eru vafðir í Havana Subido™ lauf og innihalda nú afbragðs tóbaksblöndu frá Nicaragua. Þeir eru handvafðir af handverksmönnum og konum. Vindlarnir eru látnir eldast í fjöllunum í Nicaragua og hver einasti vindill er afrakstur fjölskylduhandbragðsins. Brick House vindlarnir urðu frægir á einni nóttu þegar þeir komu á markað á ný. Þeir eru einhverjir umtöluðustu vindlarnir á netinu og með þeim söluhæstu í Bandaríkjunum. Brick House vindlarnir hafa hlotið fjölmörg verðlaun, til dæmis Best Bargain Cigar og sæti á topp 25 í Cigar Aficionado. Brick House vindlarnir eru virkilega vandaðir vindlar með merkilega sögu.
Ekki til á lager
Þyngd | 0.01 kg |
---|---|
Vindlar - Framleiðandi | J.C. Newman Cigar Company |
Vindlar - Framleiðsluland | Nikaragúa |
UPPLÝSINGAR UM AFHENDINGU
Nánari upplýsingar um afhendingu pantana finnur þú hér.
1.500 kr. VSK
1.500 kr. VSK
Velkomin á Sante.is. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá hér.