J.C. Newman bjó upphaflega til Brick House til þess að heiðra fjölskylduna sína. Vörumerkið er búið til að fyrirmynd steinhlaðins æskuheimilis hans í Ungverjalandi. Það var gestkvæmt í húsinu, þangað komu fjölskyldumeðlimir og aðrir bæjarbúar til þess að borða, drekka, reykja vindla og njóta félagskaparins. Svo var hætt að framleiða vindla undir Brick House vörumerkinu í kreppunni miklu. 80 árum síðar settu barnabörn J.C., Eric og Bobby Newman, Brick House aftur í framleiðslu. Þeir eru vafðir í Havana Subido™ lauf og innihalda nú afbragðs tóbaksblöndu frá Nicaragua. Þeir eru handvafðir af handverksmönnum og konum. Vindlarnir eru látnir eldast í fjöllunum í Nicaragua og hver einasti vindill er afrakstur fjölskylduhandbragðsins. Brick House vindlarnir urðu frægir á einni nóttu þegar þeir komu á markað á ný. Þeir eru einhverjir umtöluðustu vindlarnir á netinu og með þeim söluhæstu í Bandaríkjunum. Brick House vindlarnir hafa hlotið fjölmörg verðlaun, til dæmis Best Bargain Cigar og sæti á topp 25 í Cigar Aficionado. Brick House vindlarnir eru virkilega vandaðir vindlar með merkilega sögu. Þeir fást á ótrúlega góðu verði miðað við gæði. Brick House Double Connecticut eru bonier til úr sama filler og Brick House Classic en með ekta Connecticut Shade wrapper og Connecticut Broadleaf binder. Þeim fer fækkandi vindlunum sem eru búnir til með alvöru Connecticut wrapper því margir vindlaframleiðendur hafa tekið Connecticut fræin og sett þau niður annarsstaðar, t.d. í Ecuador og Honduras. J.C. Newman notar ekta Connecticut tóbak í þennan vindil, bæði í wrapper og binder. Niðurstaðan úr þessari samsuðu er mjög kryddaður vindill, ekki bara öðruvísi en venjulegur Brick House vindill, heldur líka allt öðruvísi en allir aðrir vindlar á markaðnum.
Snemma á 19. öld keyptu bræðurnir Demetrius og Alexander Casdagli hesthús Sheykh Obeyd rétt fyrir utan Cairo í Egyptalandi og urðu annálaðir ræktendur Arabíu keppnishesta. Saman unnu þeir allar stærstu kappreiðarnar. Arabíuhesturinn er þekktur fyrir styrk sinn, þokka og fágun. Daughters of the wind línan frá Casdagli hefur nákvæmlega þessi einkenni. Vindlalínan heitir eftir arabísku ljóði, ortu á 6. öld um fegurð Bedouin hesta. Vindlarnir úr þessari línu eru handgerðir í Costa Rica. Þetta eru einstakir vindlar sem innihalda sjaldgæft tóbak frá Peru, Dominican Republic og Ecuador. Þetta eru full bodied vindlar en líka dálítið víðáttumiklir. Þeir hafa ríkt, sætt og kryddað bragð.
Snemma á 19. öld keyptu bræðurnir Demetrius og Alexander Casdagli hesthús Sheykh Obeyd rétt fyrir utan Cairo í Egyptalandi og urðu annálaðir ræktendur Arabíu keppnishesta. Saman unnu þeir allar stærstu kappreiðarnar. Arabíuhesturinn er þekktur fyrir styrk sinn, þokka og fágun. Daughters of the wind línan frá Casdagli hefur nákvæmlega þessi einkenni. Vindlalínan heitir eftir arabísku ljóði, ortu á 6. öld um fegurð Bedouin hesta. Vindlarnir úr þessari línu eru handgerðir í Costa Rica. Þetta eru einstakir vindlar sem innihalda sjaldgæft tóbak frá Peru, Dominican Republic og Ecuador. Þetta eru full bodied vindlar en líka dálítið víðáttumiklir. Þeir hafa ríkt, sætt og kryddað bragð.
Diamond Crown Maximus var valinn einn af 25 bestu vindlum ársins 2009 og síðan þá hefur hann átt sitt pláss í hillum allra betri vindlaverslana. Stanford Newman vildi bæta einum kraftmiklum vindli við Diamond Crown línuna sem hafði þá notið mikillar velgengni. Til þess að búa til þennan vindil fékk hann til liðs við sig tvær goðsagnakenndar vindlafjölskyldur, Fuentes og Olivas. Eftir mörg ár af prófunum og þróun kom Diamond Crown Maximus fram á sjónarsviðið. Þetta er full flavored og nokkuð agressívur vindill. Þessi vindill er handgerður af bestu vindlagerðarmönnum Carlito Fuente. Í vindlinum er leyniblanda af sérþroskuðu Dominican filler tóbaki. Maximus wrapperinn er Ecuadorian, sérstaklega ræktaður fyrir þennan vindil á tóbaksekru Oliva í El Bajo. El Bajo er ósnortið svæði þar sem náttúruleg steinefni og næringarefni jarðvegsins hafa gert hann sérstaklega frjóan fyrir tóbaksrækt. Þessi einstaki og ótrúlega mjúki full body vindill er óviðjafnanlegur. Allt tóbakið í hann er sérstaklega ræktað fyrir hann eða sérvalið. Í hann er bara notað dökkasta tóbakið frá toppi tóbaksplöntunnar; corona. Tóbakið er látið gerjast tvisvar til þess að ýta undir bragðið í vindlinum.