Santé
Jól!

Jólin koma ekki nema einu sinni á ári

Santé jól

Jólin koma líklega ekki án Santé. Við bjóðum upp á nánast endalausa möguleika þegar kemur að jólagjöfum.

Pakkningar

Santewines SAS býður fallegar gjafaöskjur fyrir tvær flöskur, þrjár flöskur og eina magnum flösku. Þær eru væntanlegar í desember.

Sérlausnir

Hafðu samband við okkur og við veitum ráðgjöf um jólagjafir fyrir vini, fjölskyldu, viðskiptavini og samstarfsfélaga.

GJAFAPAKKNINGAR SANTÉ

Santewines SAS býður gjafakassa sem framleiddir eru í prentsmiðju í Frakklandi. Reyndar ekki hvaða prentsmiðju sem er því hún sérhæfir sig í kössum fyrir vínflöskur og miðum á kampavínsflöskur. Kassarnir eru afar veglegir og fást í þremur stærðum; fyrir tvær flöskur, þrjár flöskur og eina magnum flösku. Kassarnir eru væntanlegir til landsins 15. desember en hægt er að forpanta þá í vefversluninni.

STYRJUKAVÍAR Í MORGUNMAT, HÁDEGISMAT OG KVÖLDMAT

Marilyn Monroe hafði á orði að hún gæti borðað kavíar í morgunmat, í hádeginu og í kvöldmat. Jackie Kennedy fékk sér bakaða kartöflu með sýrðum rjóma og kavíar á hverjum degi. John F. Kennedy elskaði þær báðar.

Í kampavíns og kavíar jólapökkunum frá Santewines SAS er 30 eða 50 gramma dós af kavíar. Við bjóðum fjórar gerðir af kavíar, úr hvítri styrju, rússneskri styrju, albínóastyrjum og Beluga kavíar. Albínóakavíarinn var eitt sinn og er raunar enn kallaður kavíar keisarans því hann var svo fágætur og eftirsóknarverður að einungis keisarar gátu leyft sér slíkan munað.

RÉTTU GLÖSIN

Án ilmsins missa vínin mikið og það að nota rétt glös eru því ekki duttlungar.

Jólapakkar

Santewines SAS er lítið fyrirtæki með mikla ástríðu fyrir vínum með sérstöðu sem bera uppruna sínum merki. Það sem hér er átt við má einnig lýsa sem andstæðu við einsleit vín sem framleidd eru í miklu magni með inngripum sem gerir það að verkum að eiginleikar/agnúar sem upprunaekrur eru gæddar, hverfa hjá framleiðendum sem hugsa meira um magn en gæði.

Við munum bæta við fleiri jólapökkum á næstu dögum og vikum.

Jólapakkarnir okkar bera uppruna sínum merki.

Fyrir vínáhugamanninn

BURGUNDY
GRAND CRU JÓL

Vínekrur í Burgundy skiptast í nokkra flokka. Sá flokkur sem stendur öðrum fremur er Grand Cru. Grand Cru ekrurnar eru um 550 hektarar af u.þ.b. 28.000 hekturum af vínekrum í héraðinu – einungis um 2%. Á 356 hekturum er ræktað rauðvín og 194 hekturum hvítvín. Vínframleiðsla á Grand Cru ekrum Burgundy er um 1,3% af heildarframleiðslu héraðsins. 

Sérverslunin Vindill er á Sante.is. Boðið er upp á mikið úrval af handvöfðum vindlum frá Dóminíska lýðveldinu, Nikaragúa, Hondúras, Kosta Ríka og Mexíkó.

Þá er í sérversluninni hægt að finna vandaða vindlakassa frá Boveda.

Hafðu samband

Hringdu í okkur eða sendu tölvupóst. Við veitum ráðgjöf um val á vínum, gjafapakkningar og afhendingu.

Ekkert stress

Dagar
Klst
Mín
Sek

Engin jól án Santé

Velkomin á Sante.is. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá hér.