FAQ

Já, íslenskum neytendum er heimilt að versla vín úr hvaða erlendu verslun sem er.

Aldrei hefur reynt á núverandi sölufyrirkomulag fyrir dómstólum en atvinnufrelsi er stjórnarskrárvarið og reglugerðir mega ekki innihalda íþyngjandi ákvæði umfram það sem lög segja til um. Ekki er um það deilt að Íslendingum er heimilt að selja vín úr landi en núgildandi lög takmarka frelsi innflytjenda og framleiðenda til að selja vín milliliðalaust til neytenda með fyrirkomulagi sem kallað er ,,smásala”.

Nei, ekkert í lögum eða rekstri ÁTVR tryggir slíkt. Fákeppni og einokun er svo óumdeilt talið andstætt hagsmunum neytenda að hið opinbera rekur einmitt Samkeppniseftirlit til að fyrirbyggja slíkan rekstur sem það sjálft stundar. ÁTVR flytur ekki inn vörur og hefur það eina hlutverk að takmarka úrval (ekki auka það) enda skiljanlega takmörk á hversu miklu er hægt að koma fyrir í hillum verslana. Milliganga ÁTVR kostar svo neytendur um 12%-18% sem ætti að leggjast af í netverslun. Stofnunin hefur lýst því yfir að hún skipti sér ekki af verðum, slíkt sé alfarið í höndum heildsala. Áfengisverð á Íslandi er um 20% hærra en það þyrfti að vera.

Öllum stærstu hilluplásshöfum í einokunarverslunum ÁTVR, innflytjendum og framleiðendum hugnast illa sú tilhugsun að neytendur hafi frjálst val um verslun með áfengi. Svo einkennilega vill til að ýmis samtök bindindismanna og Landlæknis hafa gengið til liðs við áfengisinnflytjendur í þessu sambandi.

Nei, áfengisgjald er greitt í tolli við innflutning eða við framleiðslu áfengis. Virðisaukaskattur er svo greiddur á tveggja mánaða fresti, rétt eins og með allar almennar neysluvörur.

Arðgreiðslur ÁTVR í ríkissjóð nema um einum milljarði. Almenn verslunarfyrirtæki borga bæði fjármagns- og tekjuskatt sem vega munu upp þessa upphæð.

Því er oft fleygt í umræðu um áfengismál að ,,áfengisstefna” Íslendinga hafi haft í för með sér minni unglingadrykkju, að aðrar þjóðir líti til Íslands sem fyrirmynd og að allar rannsóknir sanni að núverandi sölufyrirkomulag sé það eina sem geti verið í anda markmiða um lýðheilsu. Því er til að svara að ekkert af ofangreindu á við rök að styðjast. Unglingadrykkja hefur vissulega dregist saman með auknu íþróttastarfi, tölvuleikjum og annari afþreyingu. Fjölgun útsölustaða ÁTVR úr 9 í 52, netverslun frá 2001, greiðslukort eða breyting í sjálfsafgreiðsluverslanir hefur ekki lagt neitt á vogarskálar gegn unglingadrykkju. Engum rannsóknum er til að dreifa um kosti einokunarverslana enda slíkt óyndisfyrirkomulag hvergi verið aflagt í vestrænu landi þannig að hægt sé að mæla breytingu í neyslu. Netverslun er hins vegar hvergi sýnileg neinum nema þeim sem þangað eru komnir til að versla öfugt við sjálfsafgreiðslubúðir sem staðsettar hafa verið í verslanamiðstöðvum, inni í matvöruverslunum, bensínstöðvum og á öðrum fjölförnum verslunarstöðum.

Snertifrí netverslun með heimsendingu er augljóslega í anda markmiða um sóttvarnir gegn farpestum, öfugt við sjálfsafgreiðslubúðir hvar útilokað er að tryggja fjarlægðarmörk, hvort heldur er í inngangi eða inni í versluninni.

Áfengi er þungt og óhentugt í hefðbundna plastpoka. Heimsendingar án kolefnisfótspors krefjast heldur ekki plastumbúða heldur er notast við upphaflega pappírskassa. Heimsending er augljóslega hagsmunamál fyrir þá sem búa við skerta hreyfigetu.

Allar vörur sem Santewines SAS býður til sölu í vefverslun sinni eru á lager á Íslandi.

Hægt er að fá pantanir afhentar beint úr vöruhúsinu okkar, á afhendingarstað Dropp eða heimsendar.

Nánari upplýsingar um afhendingarskilmála finnur þú hér. 

Velkomin á Sante.is. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá hér.