Fara í efni

DAGUR ÞEIRRA SEM ERU EKKI Í SAMBANDI

Fljótlega rennur upp dagur þeirra sem eru ekki í sambandi. Dagurinn er að okkar mati líka fyrir þá sem annað hvort eru í sambandi eða vilja ekki komast í samband, en vilja samt tengjast einhverju nýju.

En hvað er það sem við viljum tengjast? Vilja ekki allir einhver tengsl? Tengsl við lífið sjálft, við nýja upplifun og góða drykki? Kannski erum við ekki að leita að „sambandi“ í hefðbundnum skilningi, en við viljum upplifa eitthvað – kannski nýtt bragð, nýjan vin, eða bara tengjast sjálfum okkur og líðandi stund.

Þetta er því kannski dagurinn til þess að opna hugann og skála fyrir frelsinu. Skála fyrir því að geta valið að tengjast því sem okkur langar, á okkar eigin forsendum.

Við tökum forskot á dag þeirra sem eru ekki í sambandi og bjóðum nú eftirtalin tilboð.