KARAKUCHI
Bjór er vinsælasti áfengi drykkurinn í Japan, umtalsvert vinsælli en hrísgrjónavínið sake. Japanskur bjór þykir sérlega léttur í bragði og áferðin er það sem kallað er á bjórmáli ,,brakandi“.
Japanar standa framarlega á flestum sviðum. Matargerðin og menningin er þekkt um heima allan og nýtur hvarvetna vinsælda. Þar er ekki einungis um að ræða sushi. Wagyu þykir heimsins besta nautakjöt og ekki að ástæðulausu: Nautin eru alin á japönskum bjór.
Bjór er vinsælasti áfengi drykkurinn í Japan, umtalsvert vinsælli en hrísgrjónavínið sake. Japanskur bjór þykir sérlega léttur í bragði og áferðin er það sem kallað er á bjórmáli ,,brakandi“. Það er þess vegna engin tilviljun að japanskur bjór nýtur sívaxandi vinsælda á vesturhveli jarðar. Japanskir bjórrisar eins og Asahi, Kirin og Sapporo eru nú orðnir góðkunningjar bjóráhugamanna hér vestanhafs.
Asahi er þekktur fyrir frískandi bragð sitt. Þeir kalla bragðið KARAKUCHI en á því hugtaki er engin bein þýðing. Þessi þurri eiginleiki gerir Asahi einstaklega frískandi og hann hefur nánast ekkert eftirbragð. Asahi er mest seldi bjórinn í Japan en hann er líka mest seldi japanski bjórinn utan Japan.
HVERNIG Á AÐ PANTA BJÓR Á JAPÖNSKU?
Biru er bjór á japönsku. Þegar gengið er inn á veitingastað er gestum heilsað með ávarpinu „irrashaimasse” sem þýðir „vertu velkomin/n á veitingastaðinn minn” „Nama biru” þýðir kranabjór.
Ef þú vilt panta bjór á japönsku þá getur þú sagt:
- Nama biru kudasai (Kranabjór, takk fyrir)
- Biru ippai kudasai eða Biru hitotsu kudasai (Einn bjór, takk fyrir)
- Biru nihai kudasai EÐA biru futatsu kudasai (Tvo bjóra, takk fyrir)
- Biru sanbai kudasai EÐA Biru mitsu kudasai (Þrjá bjóra, takk fyrir)
- Asahi kudasai (Asahi, takk)
-
Asahi Super Dry / 33 cl. flaska
Asahi Breweries Ltd.Upprunalegt verð 395 kr. - Upprunalegt verð 395 kr.Upprunalegt verð395 kr.395 kr. - 395 kr.Núverandi verð 395 kr.Sérstaða þessa bjórs er að hann er að hluta til bruggaður úr hrísgrjónum (ásamt möltuðu byggi) sem gefur honum sérstakann brakandi ferskleika. Afar...
Skoða allar upplýsingarUpprunalegt verð 395 kr. - Upprunalegt verð 395 kr.Upprunalegt verð395 kr.395 kr. - 395 kr.Núverandi verð 395 kr.