Fara í efni

Elías Blöndal Guðjónsson

8.11.2023

Campari & IPA hanastél


201912611817271_moretti-ipa-fusto_Z1400X1400.png__PID:ca3d61fb-d8ef-4885-9763-575b62c0c6f8
IMG_0755_copy_1350x1926_crop_center.png.webp__PID:7a59495a-d5ee-4347-87c9-50e77cbcda3f

VINALEGT HANASTÉL

Luigi Moretti hóf bjór- og ísframleiðslu fyrir 100 árum í litla þorpinu Udine á Ítalíu. Bærinn á rætur sínar að rekja til ársins 1365 þegar Ítalía var að sameinast í eitt land og uppreisnir voru tíðar innan Ungversk-Austurríska keisaradæmisins. Þótti þá nauðsynlegt að hafa fallbyssur tiltækar á bæjartorginu. Luigi Moretti fæddist með silfurskeið í munni í auðugri verslunarfjölskyldu og sá betri framtíð í að sameina fólk á góðri stundu með góðum bjór og að allan ágreining mætti fremur leysa með réttu verði en sverði.

Dag einn árið 1942 sat vingjarnlegur eldri gestur á veitingastaðnum Trattoria Boschetti, værðarlegur í fasi í grænum jakka og með hatt. Frændi Luigi Moretti sem átti leið um spurði hvort hann mætti smella af honum ljósmynd í skiptum fyrir einn bjór sem síðar varð að einkennismynd bjórsins ásamt boðskapnum um vingirni.


CAMPARI & IPA HANASTÉL

40 ml CAMPARI
40 ml nýkreistur appelsínusafi
Klakar
Moretti IPA bjór
Appelsínubátur til skrauts

CAMPARI og appelsínusafa í hátt glas og hrært saman. Klökum bætt við við og toppað með IPA bjór. Skreyttu með appelsínubát.

Campari 70 cl. - Sante.is (6946465382465)
Campari 70 cl. - Sante.is (6946465382465)

Campari 70 cl.

5.500 kr.

AF SEÐLINUM

MATUR

VÍNVIÐURINN

BJÓRVAKTIN