Fara í efni
Sjöund - Sante.is

Sjöund

Með hæfilegri einföldun má skipta kampavínsframleiðendum í tvo hópa, ræktunarhús sem gera vín af eigin ekru(m) og svo samlagshúsin stóru sem frá fornu fari hafa í senn ræktað en að mestu leyti keypt þrúgur að frá bændum ekki ósvipað og háttar til með hjá íslenskum kolllegum þeirra. Eitt af megin markmiðum ræktunarhúsanna er að gera vín sem endurspegla jarðvegsaðstæður á hverjum stað á meðan að samlagshúsin keppast við að blanda víðs vegar að vín til að gera sinn hús stíl.

Laherte Frères er fjölskyldurekið vínhús stofnað árið 1889 af Jean-Baptiste Laherte í þorpinu Chavot í Champagne. Í dag stýrir sjöunda kynslóðin, Aurélien Laherte, vínhúsinu með ástríðu fyrir náttúrulegum aðferðum. Með yfir 11 hektara af vínekrum sem dreifast um þrjú svæði – Coteaux Sud d’Épernay, Côte des Blancs og Vallée de la Marne – leggja þau áherslu á að láta terroir (jarðveg og umhverfi, sem mætti e.t.v. kalla ,,vínslóð") endurspeglast í víninu. Aurelien Laherte leggur mikla áherslu á náttúrulegar og lífrænar ræktunaraðferðir.

Fyrir þá sem vilja lifa á brúninni og prófa eitthvað alveg nýtt í kampavínum, mælum við með Petit Mesliner frá Laherte Freres sem er afar sjaldgæf þrúga en Aurelien telur að gæti átt upp á pallborðið ef áætlanir íslendinga um kælingu jarðar með notkun áfastra plasttappa, renna út í sandinn og jörðin heldur áfram að hlýna. Vínið er einstaklega ferskt og ljúffengt með snert af suðrænum ávöxtum í eftirbragði, jafnvel ananas og gæti því auðvitað parast vel með pizzum með því umdeilda áleggi.

Sjöund

Laherte Frères Les 7 Brut Extra er síðan einstakt kampavín sem fangar bæði kjarna og hismi Champagne héraðsins með því að sameina allar sjö þrúgurnar sem leyfðar eru. 

Þessi einstaka blanda er gerð með solera-aðferðinni, þar sem vín frá mismunandi árum er blandað saman. Niðurstaðan er kampavín með marglaga ilm þar sem ávaxtakeimur blandast við blómatóna og örlítið kryddaðar undirtónar. Vínið er ferskt með fínlegum loftbólum og langt.

Solera aðferðin

Solera-kerfið er lagskipt geymslukerfi þar sem vín eru geymd í röð tunna eða tanka, sem raðast í nokkur lög:

1. Neðsta lagið (solera-lagið) inniheldur elsta vínið og er það sem er tappa út í flöskur.

2. Efri lög (criaderas-lögin) innihalda yngri vín sem eru færð niður í neðri lögin í skrefum eftir því sem vín er tappað á flöskur.

Þegar ákveðið magn af eldra víni er tappað á flöskur úr neðsta laginu, er það endurnýjað með því að setja vín úr nýjustu uppskerunni í efsta lagið. Með þessari hringrás blandast eldri og yngri vín saman, sem skapar jafnari bragðprófíl og stöðugleika á milli ára.

Hér er sagan ekki öll sögð fyrr en vínið er drukkið.

Fyrri grein Hjartað slær í Valpolicella
Næsta grein GULL Í GLASI